Hlutverk og markmið

Félagið heitir FTK – félag tölvunar- og kerfisfræðikennara í framhaldsskólum.

Stofnfundur var 21. maí 2012.

Markmið:

 • Að standa fyrir endurmenntunarnámskeiðum.
 • Að efla tengsl og kynni meðlima félagsins.
 • Að vera tengiliður við menntayfirvöld og atvinnulífið.
 • Að annast samskipti og samvinnu við sambærileg fagfélög í öðrum löndum.
 • Að vinna að framgangi kennslu í tölvunar-, kerfis- og tölvuverkfræði í framhaldsskólum.

Félagsmenn

Félagssvæðið er landið allt. Félagar geta þeir orðið sem fengið hafa fengið leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla og starfa að kennslu í tölvunarfræði, kerfisfræði eða tölvuverkfræði eða uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Hafa sambærileg próf að mati stjórnar félagsins og starfa að kennslu í í tölvunarfræði, kerfisfræði, eða tölvuverkfræði í framhaldsskólum
 • Allir sem starfa að kennslu í tölvunarfræði, kerfisfræði, eða tölvuverkfræði í framhaldsskólum en starfa án kennararéttinda geta sótt um aðild að félaginu með samþykki stjórnar.

Stjórn félagsins

Stjórn félagsins skipa: formaður, varaformaður og gjaldkeri/ritari. Stjórnarmenn skulu kjörnir á aðalfundi. Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.

Stjórn 2016-2017

Formaður: Gunnar Þórunnarson gus hjá tskoli.is

Varaformaður: Ellert Smári Kristbergsson esm hjá tskoli.is

Gjaldkeri/ritari: Sigríður Sturlaugsdóttir sst hjá tskoli.is

Aðalfundur

Aðalfund skal halda að hausti ár hvert. Á dagskrá skal meðal annars vera:

 1. skýrsla stjórnar og starfshópa
 2. lagabreytingar
 3. reikningar
 4. kosning stjórnar og endurskoðenda
 5. lagabreytingar
 6. önnur mál

Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aðalfundur skal boðaður skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Lögum verður aðeins breytt á aðalfundi. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Aðra fundi skal stjórnin halda eftir þörfum og ef tíundi hluti félagsmanna fer fram á það.

Árgjöld

Árgjald eru 5.000 kr